Erlent

Ekkjur Osama Bin Laden ákærðar

Osama Bin Laden
Osama Bin Laden myndAFP
Ekkjur Osama Bin Ladens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið til Pakistan með ólögmætum hætti. Konurnar voru handsamaðir af bandarískum hermönnum í bænum Abbottabad þegar Bin Laden var felldur á síðasta ári.

Eiginkonurnar og börn þeirra voru flutt í gæsluvarðhald eftir atlöguna gegn Bin Laden.

Konurnar eru frá Sádí-Arabíu og Jemen en þær verða fluttar úr landi á næstu vikum.

Innanríkisráðherra Pakistans, Rehman Malik, sagði að aðeins konurnar hefðu verið ákærðar. Þær munu á endanum ráða hvort að börn Bin Ladens fari með þeim úr landinu eða verði eftir.

Konurnar gætu hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir brotin.

Talið er að Bin Laden hafi átt sex eiginkonur. Lítið hefur þó spurst til þeirra þriggja sem eftir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×