Fótbolti

Athletic Bilbao vann á Old Trafford í mögnuðum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Manchester United tapaði öðrum heimaleiknum í röð í Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið lá 2-3 fyrir spænska liðinu Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum. United komst í 1-0 í leiknum en spænska liðið spilaði frábærlega á Old Trafford í kvöld komst í 3-1 áður Wayne Rooney minnkaði muninn í lokin með sínu öðru marki

Manchester United fór áfram í gegnum 32 liða úrslitunum þrátt fyrir 1-2 tap á heimavelli í seinni leiknum á móti Ajax. United þarf nú að sækja sigur og skoraði í það minnsta tvö mörk í seinni leiknum á Spáni

David De Gea varði hvað eftir annað frábærlega í markinu og bjargaði því að landar hans unnu ekki enn stærri sigur en hann fékk engu að síður þrjú mörk á sig.

Wayne Rooney skoraði fyrsta markið á 22. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir skoti Javier Hernández. Hernández og Giggs höfðu þá spilað sig laglega í gegnum vörn Athletic Bilbao en Gorka Iraizoz varði skot Mexíkómannsins.

Fernando Llorente jafnaði metin á 44. mínútu með skalla eftir frábæra sókn og fyrirgjöf Markel Susaeta.

Oscar De Marcos skoraði annað markið á 72. mínútu og Iker Muniain kom Bilbao í 3-1 á 89. mínútu. United fékk víti í lokin vegna hendi og Wayne Rooney náði að minnka muninn og halda lífi í sínum mönnum í þessari keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×