Hælspyrna felldi Manchester City í Lissabon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2012 17:15 Mynd/AP Brasilíski miðvörðurinn Xandao skoraði eina mark leiksins með óvæntri hælspyrnu þegar Sporting Lissabon vann Manchester City 1-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Portúgal í kvöld. City-menn söknuðu Yaya Toure í þessum leik en miðjumaðurinn öflugi var í leikbanni í þessum leik. Ekki batnaði ástandið þegar Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, haltraði af velli eftir átta mínútna leik og virtist hafa tognað á kálfa. Ekki góðar fréttir fyrir City að missa belgíska miðvörðinn í meiðsli á þessum tíma. Kolo Toro (skalli eftir horn) og Gareth Barry (skot af vítateigslínu eftir horn) komustu næst því að skora í rólegum fyrri hálfleik en það var ljóst að City-liðið ætlaði ekki að taka neina áhættu í þessum leik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og brasilíski miðvörðurinn Xandao kom Sporting í 1-0 á 51. mínútu. Joe Hart hafði þá bæði varið aukaspyrnu Matías Fernández sem og skot frá Xandao. Xandao náði aftur frákastinu af sínu skoti og skaut boltann með hælnum og í markið. Joe Hart bjargaði sínum mönnum á 63. mínútu þegar hann varði vel frá Hollendingnum Ricky van Wolfswinkel í algjöru dauðafæri í teignum. Manchester City pressaði meira undir lokin og næst komst Mario Balotelli að skora þegar hann skallaði í slánna. Heimamenn héldu hinsvegar út og fögnuðu góðum sigri. Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn Xandao skoraði eina mark leiksins með óvæntri hælspyrnu þegar Sporting Lissabon vann Manchester City 1-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Portúgal í kvöld. City-menn söknuðu Yaya Toure í þessum leik en miðjumaðurinn öflugi var í leikbanni í þessum leik. Ekki batnaði ástandið þegar Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, haltraði af velli eftir átta mínútna leik og virtist hafa tognað á kálfa. Ekki góðar fréttir fyrir City að missa belgíska miðvörðinn í meiðsli á þessum tíma. Kolo Toro (skalli eftir horn) og Gareth Barry (skot af vítateigslínu eftir horn) komustu næst því að skora í rólegum fyrri hálfleik en það var ljóst að City-liðið ætlaði ekki að taka neina áhættu í þessum leik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og brasilíski miðvörðurinn Xandao kom Sporting í 1-0 á 51. mínútu. Joe Hart hafði þá bæði varið aukaspyrnu Matías Fernández sem og skot frá Xandao. Xandao náði aftur frákastinu af sínu skoti og skaut boltann með hælnum og í markið. Joe Hart bjargaði sínum mönnum á 63. mínútu þegar hann varði vel frá Hollendingnum Ricky van Wolfswinkel í algjöru dauðafæri í teignum. Manchester City pressaði meira undir lokin og næst komst Mario Balotelli að skora þegar hann skallaði í slánna. Heimamenn héldu hinsvegar út og fögnuðu góðum sigri.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira