Innlent

Halldór túlkar Landsdómsmálið á sinn einstaka hátt

Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins hefur tekið sér stöðu í Landsdómi þar sem hann ætlar að varpa ljósi á málið með sínu einstaka hætti. Halldór er fyrir löngu orðinn ástsælasti skopmyndateiknari þjóðarinnar og hafa myndir hans verið fastur liður á síðum Fréttablaðsins síðustu ár. Þannig hefur Halldór sennilega teiknað flestar þær persónur sem hafa verið kallaðar fyrir Landsdóm áður. Gert er ráð fyrir að afraksturinn birtist á síðum blaðsins á næstu dögum.

„Fyrirsætur" Halldórs í dag verða, auk Geirs H. Haarde, þeir Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Jón Sigurðsson, fyrrum stjórnarformaður FME og Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×