Innlent

Vitnaleiðslum lokið í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde punktaði hjá sér svör vitna í allan dag.
Geir H. Haarde punktaði hjá sér svör vitna í allan dag. mynd/ anton.
Vitnaleiðslum er lokið í dag í Landsdómi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu . Það hefst aftur klukkan níu í fyrramálið. Þá mun Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri bera vitni.

Þrír menn báru vitni í dag. Það voru þeir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans og Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.

Áhorfendabekkir voru troðfullir mestan hluta dagsins. Á meðal þeirra sem sátu of fylgdust með vitnaleiðslunum voru:

Ólafur Arnarson hagfræðingur,

Markús Örn Antonsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhúss,

Gréta Ingþórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins til skamms tíma,

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs og núverandi alþingismaður,

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor,

Inga Jóna Þórðardóttir eiginkona Geirs og börn þeirra.

Sturla Jónsson var hluta úr degi en lét sig hverfa áður en vitnaleiðslum lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×