Innlent

Vitnaleiðslum yfir Björgvin lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir hefur orðið fyrir ákæruvaldið.
Sigríður Friðjónsdóttir hefur orðið fyrir ákæruvaldið. mynd/ GVA
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist ekkert vita hvers vegna honum var haldið frá fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar ákveðið var að ríkissjóður tæki yfir 75% hlut í Glitni í lok september 2008.

Þetta sagði hann þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann út í síðasta lið ákærunnar á hendur Geir Haarde, en í þeim lið ákærunnar er Geir gefið að sök að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg mál. Sigríður Friðjónsdóttir spurði hvort honum hafi verið haldið utan við fundi þessa helgi. „Já já , það hefur komið fram áður," sagði Björgvin sem sagðist meðal annars hafa gert málinu skil í bók sem hann gaf út.

Björgvin benti á að Geir Haarde hefði sagt í viðtali strax eftir að það hefði ekki verið rétt að halda Björgvini utan við þessa fundi. Þeir hefðu síðan rætt þessi mál hreinskilnislega. Hann segist samt ekkert vita hvers vegna hann var ekki látinn vita af fundunum. „Það er ekki mitt að segja, við ræddum þetta hreinskilnislega," sagði Björgvin.

Björgvin sagði fyrr í vitnaleiðslunum að hann teldi að hann hefði ekki verið leyndur neinum upplýsingum um stöðu mála í aðdraganda bankahrunsins.

Vitnaleiðslum yfir Björgvin nú lokið og verður tekin skýrsla af næsta vitni klukkan 13:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×