Fótbolti

Ekkert gengur hjá AEK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með AEK Aþenu.
Eiður Smári í leik með AEK Aþenu. Mynd/Heimasíða AEK
AEK Aþena, lið Eiðs Smára Guðjohnsen og Elfars Freys Helgasonar, tapaði í dag fyrir Aris í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0.

AEK hefur nú aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum og er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig, sextán stigum á eftir erkifjendunum Panathinaikos.

Eiður Smári er frá vegna meiðsla en Elfar Freyr var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

AEK hefur þar að auki átt í miklum fjárhagsvandræðum og ríkir nokkur óvissa um framtið félagsins þessar vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×