Handbolti

HK vann skyldusigur á Gróttu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. HK vann nauman sigur á botnliði Gróttu, 33-30. Gróttumenn eru því enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.

Grótta er aðeins með eitt stig á botni deildarinnar en HK á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti því alls ekki við tapi. HK komst upp í þriðja sætið með sigrinum og er nú með 21 stig.

Þorgrímur Smári Ólafsson fór mikinn fyrir Gróttu í leiknum og skoraði fjórtán mörk. Markahæstur hjá HK var Bjarki Már Elísson með tíu mörk en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu. HK hafði nauma forystu í hálfleik, 15-14.

Heil umferð fer fram í deildinni á fimmtudagskvöldið.

HK - Grótta 33-30 (15-14)

Mörk HK: Bjarki Már Elísson 10, Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Atli Ævar Ingólfsson 6, Tandri Már Konráðsson 3, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3, Leó Snær Pétursson 1, Sigurjón F. Björnsson 1.

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 9, Arnór Freyr Stefánsson 3.

Mörk Gróttu: Þorgrímur Smári Ólafsson 14, Þórir Jökull Finnbogason 6, Jóhann Gísli Jóhannesson 4, Árni Ben Árnason 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×