Fótbolti

Búið að tilkynna byrjunarliðið gegn Svíum

Hólmfríður er í fremstu víglínu.
Hólmfríður er í fremstu víglínu.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Svíþjóð í Algarve Cup sem fram fer á morgun.

Þjálfarinn gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Guðný Björg Óðinsdóttir koma í staðinn fyrir Þóru B. Helgadóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Varnarmenn: Thelma Björk Einarsdóttir, Katrín Jónsdóttir fyrirliði, Mist Edvardsdóttir og Rakel Hönnudóttir.

Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.

Framherji: Hólmfríður Magnúsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×