Ástralska golfgoðsögnin Greg Norman segir dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki hafa góð áhrif á norður-írska kylfinginn Rory McIlroy og fer svo langt að kalla þau hið fullkomna kærustupar.
„Hún er líkalega besti félaginn sem Rory getur fengið því hún er svo sterk andlega," segir Greg Norman sem telur að sú danska hafi örugglega átt þátt í því að Rory McIlroy sé farinn huga meira að því að lyfta lóðum og styrkja sig líkamlega.
McIlroy er kominn upp í annað sæti heimslistans en hann er á uppleið á meðan kærastan er ekki lengur í efsta sæti tennislistans og hefur hrunið alla leið niður í fjórða sætið.
„Það er ekkert betra en að hafa maka við hlið þér sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Caroline Wozniacki er fullkomin fyrir Rory. Ég veit reyndar ekki hversu náin þau eru því ég er ekki á twitter," sagði Norman.
„Það lítur samt út fyrir að þau séu á sömu blaðsíðu, bæði í einkalífinu og í atvinnumennskunni," sagði hinn 57 ára gamli Ástrali sem var á sínum tíma giftur tennisstjörnunni Chris Evert.
Greg Norman: Wozniacki og Rory eru fullkomin fyrir hvort annað
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti

Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti