Fótbolti

Messi: Gott að spila með Agüero

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero og Lionel Messi.
Sergio Agüero og Lionel Messi. Nordic Photos / AFP
Lionel Messi skoraði þrennu í 3-1 sigri Argentínu á Sviss í gær og segir að það hafi verið mjög gaman en um leið mikill léttir.

Messi hefur spilað eins og engill með Barcelona undanfarin ár en hefur verið gagnrýndur fyrir að ná ekki sínu besta fram í leikjum argentínska landsliðsins.

„Ég er mjög ánægður vegna þess að við unnum og þessi þrjú mörk eru mér afar sérstök," sagði Messi. „Ég hef spilað marga leiki án þess að skora. En ég viss að mörkin myndu koma."

Messi og Sergio Agüero, leikmaður Manchester City, náðu vel saman. „Okkur semur mjög vel, bæði innan vallar sem utan. En aðalliðið er að liðsheildin er orðin mjög sterk. Við verðum að ná saman sem sterkur hópur til að ná árangri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×