Fótbolti

Þjálfari Malmö hrósar Söru fyrir vinnusemina í sigrinum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Daníel
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði gríðarlega mikilvægt mark í gær þegar sænska liðið LdB Malmö vann 1-0 sigur á þýska stórliðinu Germany 1. FFC Frankfurt í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Peter Moberg, þjálfari LdB Malmö liðsins hrósaði Söru Björk í viðtali á heimasíðu liðsins en Malmö fer með 1-0 forskot í seinni leikinn sem fer fram í Þýskalandi í næstu viku.

„Þetta var mjög fallegt mark. Gunnarsdóttir vann ótrúlega vel fyrir liðið allan leikinn og var löngum stundum bæði miðjumaður og framherji á sama tíma," sagði Peter Moberg.

„Við vörðumst mjög vel í leiknum og vorum með tvo mjög góða miðverði. Ég held að Malin Levenstad hafi varið jafnmarga bolta og Helgadóttir. Frankfurt-liðið er mjög gott en með smá heppni og góðum leik þá náðum við að halda hreinu," sagði Moberg.

Heimasíða LdB Malmö hrósaði bæði Söru og Þóru fyrir leikinn og sló því upp að það hafi verið íslensku stelpurnar í liðinu sem redduðu málunum og voru lykilmennirnir á bak við þennan flotta sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×