Fótbolti

Jóhann Berg og félagar í AZ mæta Valencia

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta spænska liðinu Valencia í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í hádeginu.

Stórleikur átta liða úrslitanna er örugglega viðureign Schalke 04 og Manchester United bananna í Athletic Bilbao. Það eru tvö einvígi á milli þýskra og spænskra liða því Atlético Madrid mætir Hannover 96.

Manchester City banarnir í Sporting Lissabon lentu á móti úkraínska liðinu Metalist Kharkiv. Ef Athletic Bilbao og Sporting Lissabon komast áfram í undanúrslitin þá munu þau mætast þar.

Jóhann Berg er eini íslenski fótboltamaðurinn sem er eftir í keppninni en komist AZ Alkmaar liðið áfram í undanúrslitin þá mætir liðið þar sigurvegaranum úr leikjum Atlético Madrid og Hannover 96.



Þessi lið mætast í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar:

1) AZ Alkmaar - Valencia

2) Schalke 04 - Athletic Bilbao

3) Sporting Lissabon - Metalist Kharkiv

4) Atlético Madrid - Hannover 96



Þessi lið mætast í undanúrslitum Evrópudeildarinnar:

1) Atlético Madrid/Hannover 96 - AZ Alkmaar/Valencia

2) Sporting Lissabon/Metalist Kharkiv - Schalke 04/Athletic Bilbao




Fleiri fréttir

Sjá meira


×