Manchester City skoraði þrjú mörk í seinni en féll samt úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2012 19:15 Mynd/AP Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sporting Lissabon liðið gerði nánast út um þetta með því að skora tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Það fyrra skoraði Matías Fernández beint úr aukaspyrnu á 33. mínútu og það síðara gerði Ricky van Wolfswinkel af stuttu færi á 40. mínútu eftir fyrirgjöf frá Marat Izmailov. Sergio Agüero kveikti lífsvon hjá City með því að minnka muninn í 2-1 á 60. mínútu með flottri afgreiðslu eftir sendingu inn í teigin frá Yaya Toure. Agüero fiskaði síðan umdeilda vítaspyrnu og úr henni jafnaði Mario Balotelli. Agüero var ekki hættur því hann kom City í 3-2 á 82. mínútu og þar með vantaði City aðeins eitt mark. Leikmenn Manchester City voru í stórsókn á lokakafla leiksins en náðu ekki að skora eitt mark í viðbót. Minnstu munaði að markvörðurinn Joe Hart yrði hetjan en skalli hans í lok uppbótartímans fór rétt framhjá. Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sporting Lissabon liðið gerði nánast út um þetta með því að skora tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Það fyrra skoraði Matías Fernández beint úr aukaspyrnu á 33. mínútu og það síðara gerði Ricky van Wolfswinkel af stuttu færi á 40. mínútu eftir fyrirgjöf frá Marat Izmailov. Sergio Agüero kveikti lífsvon hjá City með því að minnka muninn í 2-1 á 60. mínútu með flottri afgreiðslu eftir sendingu inn í teigin frá Yaya Toure. Agüero fiskaði síðan umdeilda vítaspyrnu og úr henni jafnaði Mario Balotelli. Agüero var ekki hættur því hann kom City í 3-2 á 82. mínútu og þar með vantaði City aðeins eitt mark. Leikmenn Manchester City voru í stórsókn á lokakafla leiksins en náðu ekki að skora eitt mark í viðbót. Minnstu munaði að markvörðurinn Joe Hart yrði hetjan en skalli hans í lok uppbótartímans fór rétt framhjá.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira