Fótbolti

Meistaradeildin: Mourinho ber virðingu fyrir CSKA Moskvu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Getty Images / Nordic Photos
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur engar áhyggjur af því að hann muni missa starf sitt ef spænska liðið nær ekki að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid tekur á móti CSKA frá Moskvu á morgun í 16-liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Rússlandi.

Það er mikil pressa á Mourinho að ná árangri með Real Madrid í þessari keppni en hann fagnaði sigri með ítalska liðinu Inter frá Mílanó árið 2010 sem þjálfari. Inter hafði þá betur, 2-0, gegn þýska liðinu Bayern München og fór úrslitaleikurinn fram á heimavelli Real Madrid, Santiago Bernabeu.

Real Madrid er sem stendur með 10 stiga forskot á Barcelona í spænsku deildinni. Mourinho hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Chelsea, en hann hefur engar áhyggjur af framtíð sinni.

„Framtíð mín mun ekki ráðast á úrslitum leiksins á miðvikudag, nema að félagið muni reka mig ef við komumst ekki áfram. Að mínu mati munu úrslit þessa leiks ekki skipta neinu máli í því samhengi. Fyrri leikurinn var erfiður og úrslit leiksins gera það að verkum að það er allt opið fyrir síðari leikinn. Ég hef meiri áhyggjur af leiknum á morgun en þeim sem er nú þegar lokið, það geta óvæntir hlutir gerst," sagði Mourinho en hann ber mikla virðingu fyrir rússneska liðinu. „Þeir sækja hratt og varnarleikur liðsins er sterkur. Ég held að við séum með vopn til þess að stöðva þá," sagði Mourinho




Fleiri fréttir

Sjá meira


×