Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni 27. mars 2012 09:48 Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag, en mál Gunnars og fimm annarra verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjanes næstkomandi föstudag. Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Hinir ákærður, auk Gunnars og Sigrúnar Ástu, eru fyrrverandi bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson og svo stjórnarmennirnir Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Ákæran sneri að ólögmætum lánveitingum sjóðsins til Kópavogsbæjar haustið 2008 og meintum blekkingum stjórnarmanna gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Í Morgunblaðinu í dag er því slegið á fast að Þórður hafi lagt til við hina ákærðu að Gunnar hefði með alla þræði málsins og að stjórnarhættir hans hefðu einkennst af hræðslustjórnun (e. terror managment). Þetta á Þórður að hafa sagt á sameiginlegum fundi með hinum ákærðu, utan Gunnars. Sigrúnu Ágústu á að hafa blöskrað ráðleggingar lögmannsins og hafa því upptökur af fundinum verið sendar til ríkissaksóknara, þar sem Sigrún telur Þórð hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburðinn með óeðlilegum hætti. Þá er fullyrt í Morgunblaðinu að blaðamaðurinn hafi hlustað á upptökuna. Ekki náðist í Þórð þegar eftir því var leitað. Þá vildi hann ekki heldur tjá sig við Morgunblaðið eins og þar kemur fram. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag, en mál Gunnars og fimm annarra verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjanes næstkomandi föstudag. Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Hinir ákærður, auk Gunnars og Sigrúnar Ástu, eru fyrrverandi bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson og svo stjórnarmennirnir Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Ákæran sneri að ólögmætum lánveitingum sjóðsins til Kópavogsbæjar haustið 2008 og meintum blekkingum stjórnarmanna gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Í Morgunblaðinu í dag er því slegið á fast að Þórður hafi lagt til við hina ákærðu að Gunnar hefði með alla þræði málsins og að stjórnarhættir hans hefðu einkennst af hræðslustjórnun (e. terror managment). Þetta á Þórður að hafa sagt á sameiginlegum fundi með hinum ákærðu, utan Gunnars. Sigrúnu Ágústu á að hafa blöskrað ráðleggingar lögmannsins og hafa því upptökur af fundinum verið sendar til ríkissaksóknara, þar sem Sigrún telur Þórð hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburðinn með óeðlilegum hætti. Þá er fullyrt í Morgunblaðinu að blaðamaðurinn hafi hlustað á upptökuna. Ekki náðist í Þórð þegar eftir því var leitað. Þá vildi hann ekki heldur tjá sig við Morgunblaðið eins og þar kemur fram.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira