Fyrsta skrofan sást við Vestmannaeyjar í gær, heldur fyrr en í fyrra.
Eins og fram er komið og nú rækilega staðfest, er lóan komin á Hvalfjarðarströnd, en fyrstu fregnir af lóunni voru byggðar á þeim misskilningi að starri mun hafa verið að herma eftir lóu, eins og hann hermir eftir fleiri fuglum og jafnvel farsímum.
Svo fjölgar álftum ört á Suðausturlandi samkvæmt fuglavefnum og grágæsir eru farnar að sjást á Suðurlandi.