SønderjyskE og Brøndby gerðu 3-3 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í dag en Íslendingurinn Eyjólfur Héðinsson var á skotskónum.
Simon M. Christoffersen og Dennis Rommedahl skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og komu Brøndby í 2-0. Eyjólfur Héðinsson minnkaði síðan muninn fyrir SønderjyskE með fínu marki.
Quincy Antipas jafnaði síðan metinn stuttu síðar og staðan orðin 2-2. Dennis Rommedahl kom síðan Brøndby aðeins tveim mínútum eftir jöfnunarmarkið.
Þetta var ótrúlegur leikur og þegar tæplega hálftími var liðin af leiknum náði SønderjyskE að jafna metin á ný þegar Lasse Vibe skoraði þriðja mark liðsins.
Sex mörk eftir aðeins 30 mínútur en það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og jafntefli 3-3 því niðurstaðan. SønderjyskE er í sjöunda sæti með 38 stig en Brøndby í því níunda með 33 stig.
SønderjyskE og Brøndby skildu jöfn 3-3 | Eyjólfur Héðinsson skoraði
Stefán Árni Pálsson skrifar
