Stuðningsmenn Kristínar láta mæla fylgið við hana Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 6. apríl 2012 18:52 Stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur létu framkvæma könnun á fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands og hennar stöðu í baráttunni um Bessastaði. Enn á eftir að kynna lokaniðurstöðurnar. Kosningabaráttan um embætti forseta Íslands virðist vera komin af stað. Nú hafa sex frambjóðendur lýst yfir framboði en framboðsfresturinn rennur út í lok maí. Enn er óvíst hvers konar baráttu Ólafur Ragnar Grímsson mun há, en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki talið líklegt að hún verði með sama sniði og þeirra sem bjóða sig fram gegn honum, t.d. með auglýsingum og slíku. Þóra Arnórsdóttir, sem lýsti yfir framboði í vikunni, hefur ráðið Sigrúnu Þorgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra framboðsins, en Sigrún starfaði meðal annars við þjóðfundinn árið 2010. Náinn samstarfshópur Þóru vinnur nú að því að ýta framboðinu úr vör, en í honum eru m.a. Gaukur Úlfarsson leikstjóri sem vann m.a. með Besta flokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum, Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill of fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og fleiri. Þá létu stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, framkvæma könnun fyrir stuttu þar sem fylgi hennar var kannað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn unnið að gagnaöflun en búist er við því að stuðningsmönnum hennar berist lokaniðurstöður beint eftir páska. Kristín hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist gefa kost á sér, en stuðningsmenn hennar vonast til þess að könnunin muni hvetja hana til þess. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur létu framkvæma könnun á fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands og hennar stöðu í baráttunni um Bessastaði. Enn á eftir að kynna lokaniðurstöðurnar. Kosningabaráttan um embætti forseta Íslands virðist vera komin af stað. Nú hafa sex frambjóðendur lýst yfir framboði en framboðsfresturinn rennur út í lok maí. Enn er óvíst hvers konar baráttu Ólafur Ragnar Grímsson mun há, en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki talið líklegt að hún verði með sama sniði og þeirra sem bjóða sig fram gegn honum, t.d. með auglýsingum og slíku. Þóra Arnórsdóttir, sem lýsti yfir framboði í vikunni, hefur ráðið Sigrúnu Þorgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra framboðsins, en Sigrún starfaði meðal annars við þjóðfundinn árið 2010. Náinn samstarfshópur Þóru vinnur nú að því að ýta framboðinu úr vör, en í honum eru m.a. Gaukur Úlfarsson leikstjóri sem vann m.a. með Besta flokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum, Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill of fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og fleiri. Þá létu stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, framkvæma könnun fyrir stuttu þar sem fylgi hennar var kannað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn unnið að gagnaöflun en búist er við því að stuðningsmönnum hennar berist lokaniðurstöður beint eftir páska. Kristín hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist gefa kost á sér, en stuðningsmenn hennar vonast til þess að könnunin muni hvetja hana til þess.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira