Fótbolti

Xavi gæti misst af seinni leiknum á móti AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Xavi Hernández, leikstjórnandi og varafyrirliði Barcelona, er meiddur á kálfa og það er óvíst hvort að hann geti spilað seinni leikinn á móti AC Milan á morgun en liðin keppa þar um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum en Xavi spilaði 90 mínútur í þeim leik.

Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að það ráðist ekki fyrr en á leikdegi hvort að Xavi geti verið með í þessum mikilvæga leik. Cesc Fàbregas hefur oft leyst af Xavi en hann er einnig að glíma við meiðsli þótt að það sé líklegra að hann geti spilað þennan leik.

Xavi Hernández er algjör lykilmaður í spili Barcaelona-liðsins og hefur auk þess verið duglegur að skora á tímabilinu en hann er sem dæmi kominn með tíu mörk í spænsku deildinni. Það má því búast við því að Pep Guardiola reyni allt til þess að hann verði með á móti AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×