Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2012 19:15 Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. Hörður Sigtryggsson, skipasmiður á Þingeyri, beitti sér fyrir söfnun undirskriftanna en þar er skorað á stjórnvöld að hraða Dýrafjarðargöngum og að þau verði næsta jarðgangaframkvæmd. Vestfjarðavegur, megintenging vestfirsku byggðanna, hefur meira og minna verið lokaður í allan vetur vegna ófærðar á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en göngunum er ætlað að leysa af Hrafnseyrarheiði og stytta leiðina um 27 kílómetra. Áformað var að moka heiðarnar í síðasta mánuði en hætt var við það vegna mikils fannfergis og það var fyrst í gær sem Vegagerðin treysti sér til að hefja snjómokstur þar af fullum krafti. Um þrjúleytið í dag var verkið það langt komið að jeppi komst yfir Hrafnseyrarheiðina, sá fyrsti sem kemst í gegn frá því um miðjan desember. Mikill klaki er þó á veginum sem brjóta þarf af og mokstri á Dynjandisheiði er ólokið en Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði vonast til að báðar heiðarnar verði orðnar færar síðdegis á morgun. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, lýsti nýlega í viðtali á Stöð 2 þeirri framtíðarsýn sem birtist í samgönguáætlun sem ömurlegri. "Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," sagði Eiríkur Finnur. Þetta væri ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. Hörður Sigtryggsson, skipasmiður á Þingeyri, beitti sér fyrir söfnun undirskriftanna en þar er skorað á stjórnvöld að hraða Dýrafjarðargöngum og að þau verði næsta jarðgangaframkvæmd. Vestfjarðavegur, megintenging vestfirsku byggðanna, hefur meira og minna verið lokaður í allan vetur vegna ófærðar á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en göngunum er ætlað að leysa af Hrafnseyrarheiði og stytta leiðina um 27 kílómetra. Áformað var að moka heiðarnar í síðasta mánuði en hætt var við það vegna mikils fannfergis og það var fyrst í gær sem Vegagerðin treysti sér til að hefja snjómokstur þar af fullum krafti. Um þrjúleytið í dag var verkið það langt komið að jeppi komst yfir Hrafnseyrarheiðina, sá fyrsti sem kemst í gegn frá því um miðjan desember. Mikill klaki er þó á veginum sem brjóta þarf af og mokstri á Dynjandisheiði er ólokið en Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði vonast til að báðar heiðarnar verði orðnar færar síðdegis á morgun. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, lýsti nýlega í viðtali á Stöð 2 þeirri framtíðarsýn sem birtist í samgönguáætlun sem ömurlegri. "Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," sagði Eiríkur Finnur. Þetta væri ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira