Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2012 19:15 Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. Hörður Sigtryggsson, skipasmiður á Þingeyri, beitti sér fyrir söfnun undirskriftanna en þar er skorað á stjórnvöld að hraða Dýrafjarðargöngum og að þau verði næsta jarðgangaframkvæmd. Vestfjarðavegur, megintenging vestfirsku byggðanna, hefur meira og minna verið lokaður í allan vetur vegna ófærðar á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en göngunum er ætlað að leysa af Hrafnseyrarheiði og stytta leiðina um 27 kílómetra. Áformað var að moka heiðarnar í síðasta mánuði en hætt var við það vegna mikils fannfergis og það var fyrst í gær sem Vegagerðin treysti sér til að hefja snjómokstur þar af fullum krafti. Um þrjúleytið í dag var verkið það langt komið að jeppi komst yfir Hrafnseyrarheiðina, sá fyrsti sem kemst í gegn frá því um miðjan desember. Mikill klaki er þó á veginum sem brjóta þarf af og mokstri á Dynjandisheiði er ólokið en Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði vonast til að báðar heiðarnar verði orðnar færar síðdegis á morgun. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, lýsti nýlega í viðtali á Stöð 2 þeirri framtíðarsýn sem birtist í samgönguáætlun sem ömurlegri. "Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," sagði Eiríkur Finnur. Þetta væri ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. Hörður Sigtryggsson, skipasmiður á Þingeyri, beitti sér fyrir söfnun undirskriftanna en þar er skorað á stjórnvöld að hraða Dýrafjarðargöngum og að þau verði næsta jarðgangaframkvæmd. Vestfjarðavegur, megintenging vestfirsku byggðanna, hefur meira og minna verið lokaður í allan vetur vegna ófærðar á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en göngunum er ætlað að leysa af Hrafnseyrarheiði og stytta leiðina um 27 kílómetra. Áformað var að moka heiðarnar í síðasta mánuði en hætt var við það vegna mikils fannfergis og það var fyrst í gær sem Vegagerðin treysti sér til að hefja snjómokstur þar af fullum krafti. Um þrjúleytið í dag var verkið það langt komið að jeppi komst yfir Hrafnseyrarheiðina, sá fyrsti sem kemst í gegn frá því um miðjan desember. Mikill klaki er þó á veginum sem brjóta þarf af og mokstri á Dynjandisheiði er ólokið en Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði vonast til að báðar heiðarnar verði orðnar færar síðdegis á morgun. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipsson, lýsti nýlega í viðtali á Stöð 2 þeirri framtíðarsýn sem birtist í samgönguáætlun sem ömurlegri. "Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," sagði Eiríkur Finnur. Þetta væri ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira