Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2012 18:30 Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira