Erlent

Ár liðið síðan Osama var drepinn - hryðjuverkastríðið heldur samt áfram

Ár er liðið frá því að sérsveitir bandaríska hersins fundu og drápu hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden á felustað sínum í Pakistan. Sérfræðingar sem AP fréttastofan ræddi við segja að fráfall Bin Ladens dragi ekki úr hryðjuverkaógninni; enn sé óttast að Al Kaída reyni að ráðast á Bandaríkin.

Þá er bent á að næstráðandi Bin Ladens sé enn á lífi en hann er talinn vera í felum í fjöllunum á landamærum Afganistan og Pakistans, þar sem Osama faldi sig áður en hann fór alveg til Pakistans.

Að auki séu hryðjuverkasamtökin óþreytandi við að nota netið til þess að lokka unga og ráðvillta menn til liðs við sig til þess að undirbúa hryðjuverk í Evrópu eða Bandaríkjunum. Mesta ógnin er þó talin vera í Írak þar sem sérfræðingar hersins segja að um þúsund liðsmenn hryðjuverkasamtakanna séu þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×