Fótbolti

UEFA gefur grænt ljós á að John Terry lyfti bikarnum á loft

John Terry var afar hissa þegar hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Barcelona.
John Terry var afar hissa þegar hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Barcelona. Getty Images / Nordic Photos
John Terry fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea er enn helsta fréttaefnið á Bretlandseyjum og víðar eftir að hann fékk rauða spjaldið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona frá Spáni. Chelsea leikur til úrslita gegn FC Bayern á heimavelli þýska liðsins í München þann 19. maí. Terry verður í leikbanni en í gær gaf UEFA það út að Terry geti tekið þátt í verðlaunaafhendingunni eftir leik fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

Ef Chelsea vinnur úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, þá má John Terry lyfta bikarnum og taka á móti verðlaunum í leikslok," segir m.a. í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Evrópu.

Chelsea lagði Barcelona 3-2 samanlagt eftir 2-2 jafntefli í síðari leiknum sem fram fór á Nou Camp í Barcelona. Þar lék Chelsea liðið einum færri í rúmlega 55 mínútur. Terry fékk rautt spald í fyrri hálfleik fyrir afar klaufalegt brot og baðst hann afsökunar á hegðun sinni eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×