Innlent

Stúdentar leita að alvarlegum tilfellum af "prófljótu“

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ákveðið að efna til samkeppni um hver sé með mestu „prófljótuna" nú þegar vorprófin standa sem hæst.

Nú þegar vorpróf eru hafin í Háskóla Íslands munu stúdentar einangra sig frá umheiminum næstkomandi vikur," segir í tilkynningu frá Stúdentaráðið. „Margir tala þá um að fá hina alræmdu prófljótu, þar sem baugu byrja að myndast og notarlegu fötin eru dregin úr fataskápnum. Í stað þess að einblína aðeins á neikvæðu hlið þessara tíðar þá tekur Stúdentaráð henni fagnandi, þar sem prófatíð er hluti af lífi háskólastúdentsins."

„Í tilefni þess ákvað Stúdentaráð að efna til leiks þar sem stúdentar geta sent inn myndir af sér buguðum yfir skólabókunum eða af samnemendum sínum t.d. sofandi ofan á ferðatölvum sínum. Frekari upplýsingar á Fésbókarsíðu Stúdentaráðs."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×