Fótbolti

Terry fengi ekki að taka á móti bikarnum í München

John Terry fékk rautt spjald í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona.
John Terry fékk rautt spjald í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona. Getty Images / Nordic Photos
John Terry fyrirliði enska liðsins Chelsea verður í leikbanni þegar liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þann 19. maí gegn FC Bayern München. Terry mun ekki fá leyfi til þess að sitja á varamannabekknum í leiknum og knattspyrnusamband Evrópu þarf að gefa sérstakt leyfi ef Terry á að fá að taka móti Meistaradeildarbikarnum í leiklok fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

Leikurinn fer fram á heimavelli FC Bayern München og verður Frank Lampard fyrirliði Chelsea í leiknum. Terry er ekki eini leikmaður Chelsea sem verður í banni en þeir Raul Meireles, Ramires o g Branislav Ivanovic verða einnig í leikbanni vegna gulra spjalda sem þeir fengu í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona.

Forráðamenn Chelsea hafa sagt að liðið að það sé ekki efst á forgangslistanum að sækja um undanþágu fyrir John Terry til UEFA.

Þess má geta að Roy Keane og Paul Scholes leikmenn Manchester United tóku ekki þátt í verðlaunaafhendingunni árið 1999 þegar Man Utd tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Þeir voru í leikbanni og sátu upp í stúku en ekki á varamannabekknum.

Carles Puyol fyrirliði Barcelona tók við bikarnum eftir sigur liðsins á Wembley fyrir ári síðan en Puyol lyfti ekki bikarnum á loft. Hann rétti liðsfélaga sínum Eric Abidal bikarinn og hann tók gripinn og lyfti honum fyrstur allra. Abidal hafði komið inná sem varamaður í leiknum en hann var á þeim tíma búinn að vera lengi frá vegna krabbameinsmeðferðar í lifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×