Fótbolti

Terry bað stuðningsmenn Chelsea og leikmenn afsökunar

John Terry og Branislav Ivanovic voru afar hissa þegar Terry fékk rauða spjaldið í leiknum á Nou Camp.
John Terry og Branislav Ivanovic voru afar hissa þegar Terry fékk rauða spjaldið í leiknum á Nou Camp. Getty Images / Nordic Photos
John Terry fyrirliði Chelsea bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á hegðun sinni í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gærkvöld. Terry fékk rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot gegn Alexis Sanchez og léku Englendingarnir því einum færri í um 55 mínútur. Chelsea náði með ótrúlegum hætti að tryggja sig áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að ná 2-2 jafntefli og sigra 3-2 samanlagt.

„Ég hef séð endursýninguna og þetta lítur ekki vel út. Ég er ekki leikmaður sem reynir að meiða mótherjana vísvitandi. Ég lyfti hnénu, sem ég hefði ekki átt að gera. Ég er vonsvikinn en jafnframt ánægður með úrslitin. Ég bað liðsfélaga mína afsökunar og ég bið einnig stuðningsmennina afsökunar," sagði Terry í gær en hann missir af úrslitaleiknum ásamt þremur öðrum lykilmönnum Chelsea. Ramires, Branislav Ivanovic og Raul Meireles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×