Handbolti

Löwen gerði jafntefli við Lemgo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rhein-Neckar Löwen mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-30.

Löwen er í fimmta sæti deildarinnar og nú þremur stigum á eftir Hamburg sem er í fjórða sætinu. Fátt virðist því benda til annars en að Löwen endi í fimmta sætinu enda Magdeburg, sem er í sjötta sæti, fimm stigum á eftir Löwen.

Róbert Gunnarsson var í leikmannahópi Löwen í dag en hann komst ekki á blað. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins.

Löwen má þó þakka fyrir stigið þar sem Karol Bielecki skoraði jöfnunarmark liðsins þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Lemgo hafði eins marks forystu í hálfleik, 17-16.

Lemgo er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×