Fótbolti

Guardiola stólar á Pique í baráttunni gegn Drogba

Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona.
Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona. Getty Images / Nordic Photos
Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun að öllum líkindum velja þann kostinn að setja varnarmanninn Gerard Pique í byrjunarliðið gegn Chelsea á morgun í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór á Stamford Bridge í London þar sem að Didier Drogba skoraði mark Chelsea.

Pique hefur ekki verið í byrjunarliði Barcelona í undanförnum fimm leikjum. Barcelona hefur nú tapað tveimur leikjum í röð, fyrst gegn Chelsea, og um helgina tapaði liðið 2-1 gegn Real Madrid á heimavelli í „El clásico". Barcelona er núna 7 stigum á eftir toppliði Real Madrid og allar líkur á því að Real Madrid fagni sigri í deildinni.

Varnarmenn Barcelona áttu í töluverðum vandræðum með Drogba í fyrri leiknum og Pique er ætlað það hlutverk að halda framherjanum í skefjum. Drogba lék ekki með Chelsesa gegn Arsenal í 0-0 jafnteflinu um helgina vegna meiðsla í hné en hann verður klár í slaginn á morgun gegn Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×