Hin átta ára gamla Lovísa Scheving datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún var dregin út í Meistaradeildarleik Kreditkorts. Hún fær að leiða einn leikmann út á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 19. maí næstkomandi.
Lovísa kemur frá Seltjarnarnesi og spilar fótbolta með 6. flokki Gróttu en hún er einnig í handbolta.
Chelsea og Bayern Munchen mætast í úrslitaleiknum en Lovísa er mikill stuðningsmaður Barcelona og átti von á því að hennar lið færi í úrslit.
Hún á nú samt örugglega eftir að njóta sín í stemningunni sem verður á Allianz-vellinum í München.
ÍR
Haukar