Ferrari hafa fundið lausn á vandamálum sínum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. maí 2012 22:00 Alonso er ánægður með breytingarnar sem liðið notaði á Ítalíu í morgun. nordicphotos/afp Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira