Innlent

Sigmund látinn

Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést í morgun, áttatíu og eins árs að aldri eftir erfið veikindi.
Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést í morgun, áttatíu og eins árs að aldri eftir erfið veikindi.
Uppfinningamaðurinn og skopmyndateiknarinn Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést í morgun, áttatíu og eins árs að aldri eftir erfið veikindi. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Sigmund fæddist í Noregi árið 1931 og kom til Íslands þriggja ára gamall. Sigmund var einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu en hann var menntaður vélstjóri og fann meðal annars upp sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmmíbjörgunarbáta.

Sigmund lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Ólafsdóttur, og þrjá syni, þá Ólaf Ragnar, Hlyn og Björn Braga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×