Fótbolti

Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

„Það er mikilvægasta af öllu er að vinna leikinn. Ég er bara ánægður með að við erum komnir aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem er frábært fyrir félagið," sagði Didier Drogba.

Didier Drogba var rekinn útaf þegar Chelsea tapaði i vítakeppni fyrir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum.

„Það eru allir að tala um að þetta sé síðasti leikurinn minn en ég vil ekk hugsa þannig því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er svo mikilvægur leikur. Við erum búnir að bíða í fjögur ár eftir öðru tækifæri að koma félaginu upp á toppinn í Evrópu. Það er það sem skiptir máli en ekki minn samningur eða mín framtíð," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×