Fótbolti

Robert Huth: Bayern vinnur Chelsea 3-1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Huth.
Robert Huth. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þjóðverjinn Robert Huth, varnarmaður Stoke, var fenginn til þess að spá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Bayern München og Chelsea sem fram fer í München á laugardaginn.

Robert Huth spilaði með Chelsea frá 2002 til 2006 og þekkir því vel til á Brúnni en þýsku ræturnar eru sterkari þegar kemur að spá hans fyrir leikinn.

„Hjarta mitt slær fyrir Þýskaland og ég mun halda með Bayern á laugardaginn. Þeir verða að vinna þennan leik og ég held að þeir vinni Chelsea 3-1," sagði Robert Huth við Goal.com.

„Leikir Chelsea á móti Barcelona sýndu að enska úrvalsdeildin er allt öðru vísi en Meistaradeildin. Það var svo mikil pressa á Chelsea að ég hélt að þeir myndu aldrei fara áfram. Bayern er samt með aðeins betra lið og þeir sýndu það á móti Real Madrid þar sem þeir sköpuðu sér mörg færi," sagði Huth.

„Leikmenn Chelsea eru stærri og grimmari og þá sérstaklega [Didier] Drogba. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bayern-vörnin ræður við hann. Ég vona samt að það takist vel hjá þeim," sagði Huth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×