Viðskipti innlent

Máttu ekki rifta persónulegum ábyrgðum starfsmanna Kaupþings

Hæstiréttur hefur staðfest að Delia Kristín Howser beri að greiða slitastjórn Kaupþings 6,6 milljónir króna vegna lána sem hún tók frá Kaupþingi til hlutabréfakaupa. Delía Kristín var starfsmaður Kaupþings. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag er þeirri ákvörðun Kaupþings frá 25. september 2008 að fella niður persónulega ábyrgð konunnar rift. Fjölmörg mál af þessu tagi hafa verið rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þetta er fyrsta málið sem dæmt er í fyrir Hæstarétti.

Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður, lögmaður slitastjórnar Kaupþings, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem Hæstiréttur staðfesti það, að það hafi verið ólögmæt ráðstöfun af hálfu stjórnar bankans að fella niður persónulega ábyrgð starfsmanna á lánunum. „Slitastjórn mun á næstu dögum skoða fordæmisgildi dómsins gagnvart öðrum starfsmönnum," segir Guðni.

Kaupþing hafði rift persónulegum ábyrgðum á lánum um áttatíu starfsmanna en ljóst er að þær upphæðir sem um er að ræða nema alls tugum milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×