Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 0-4 Keflavík Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 10. maí 2012 18:15 Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. mynd/daníel Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti