Sport

Breska hnefaleikasambandið með hótanir vegna bardaga Haye og Chisora

David Haye.
David Haye.
Breska hnefaleikasambandið er brjálað yfir því að þeir David Haye og Dereck Chisora ætli að berjast á Upton Park og ætlar að gera sitt til þess að hafa áhrif á bardagann.

Hvorugur kappanna er með hnefaleikaleyfi frá breska sambandinu en þeir geta keppt þökk sé hnefaleikasambandi Lúxemborg.

Breska hnefaleikasambandið hefur nú hótað því að allir þeir sem aðstoði við þennan bardaga muni missa vinnuréttindi sín við hnefaleika í Bretlandi.

Þessi bardagi er þegar farinn að fá mikla fjölmiðlaathygli og það er nákvæmlega það sem báðir aðilar vilja. Ekkert bendir til þess að hætt verði við bardagann.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×