Ivica Olic, leikmaður Bayern Munich, sagði í viðtali eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í gær að hann hafi ekki viljað taka spyrnu í vítaspyrnukeppninni, en sökum þess að allir neituðu því í kringum hann varð Olic að stíga fram.
Bayern Munich tapaði að lokum leiknum gegn Chelsea en það var Peter Cech og Didier Drobga sem voru hetjur Chelsea í leiknum Cech varði til að mynda spyrnuna frá Olic.
Olic misnotaði eina spyrnu í keppninni og eins og allir vita tapaði liðið leiknum fyrir Chelsea.
„Ég vildi ekki taka víti en hafði engan annan kost," sagði Olic eftir leikinn í gær.
„Mig langaði ekki að yfirgefa félagið svona, mig langaði að vinna þessa deild."
„Menn vildu hreinlega ekki taka spyrnu en Toni Kross sagði nei sem og Anatoliy Tymoschuk. Ég varð því að axla ábyrgð og stíga fram."
Fótbolti