Fótbolti

Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Cech verja spyrnuna frá Robben.
Hér má sjá Cech verja spyrnuna frá Robben.
Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Robben fékk gullið tækifæri til að tryggja Bayern München titilinn þegar framlengingin var ný hafinn en Petr Cech, markvörður Chelsea, varði meistaralega.

„Það var hræðilegt kvöld fyrir okkur," sagði Robben eftir leikinn í gær.

„Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað á mínum knattspyrnuferli. Við fengum mörg tækifæri til að klára þennan leik en hlutirnir vildi einfaldlega ekki falla með okkur."

„Vítaspyrnan mín var slök, ég ætlaði að skjóta boltanum mun ofar. Það var erfitt að jafna sig eftir þetta klúður en ég kom til baka og náði að stimpla mig á ný inn í leikinn."

„Við vorum bara óheppnir í kvöld og áttum sigurinn skilið. Það mun taka langan tíma að jafna sig eftir svona tap."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×