Fótbolti

Lineker búinn að breyta Þjóðverjakenningu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Lineker.
Gary Lineker. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gary Lineker er ekki bara þekktur fyrir framgöngu sína inn á fótboltavellinum því hann á ein frægustu ummæli fótboltasögunnar eftir enn eitt tap Englendinga á móti Þjóðverjum í vítakeppni.

Eftir að enska liðið Chelsea vann þýska liðið Bayern München í vítakeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær þá ákvað Lineker að skrifa inn á twitter-síðu sína að hann væri búinn að breyta Þjóðverjakenningu sinni.

Lineker sagði á sínum tima: „Fótbolti er einföld íþrótt. 22 leikmenn sparka bolta í 120 mínútur og Þjóðverjar vinna."

Lineker bætti aðeins við þessa heimsfrægu yfirlýsingu sína í gærkvöldi. „Fótbolti er einföld íþrótt. 22 leikmenn sparka bolta í 120 mínútur og Þjóðverjar vinna. Svo er ekki lengur," skrifaði hinn 51 árs gamli Gary Lineker inn á twitter-síðu sína í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×