Innlent

Dómur í Exeter kveðinn upp í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sakborningar í Exetermálinu þegar málið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sakborningar í Exetermálinu þegar málið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómur verður kveðinn upp í Exetermálinu svokallaða í dag. Um er að ræða fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í. Í málinu voru þeir Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sakaðir um umboðssvik.

Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Þremenningarnir voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dómurinn klofnaði í afstöðu sinni. Einn dómaranna, Ragnheiður Harðardóttir, vildi sakfella Jón Þorstein og Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×