Enski boltinn

BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool.

Gylfi var ekki búinn að ganga frá samningi sínum við Swansea þrátt fyrir að félagið hafi komist að samkomulagi um kaupverð við Hoffenheim. Hann lék sem lánsmaður hjá Swansea frá því í janúar á þessu ári og Rodgers náði því allra besta út úr íslenska landsliðsmanninum.

Rodgers hefur ekki leynt því að hann hafi áhuga á að fá Gylfa í sínar raðir en hann vill ekki rjúfa það samkomulag sem Swansea og Hoffenheim höfðu gert.

„Það er minn skilningur að Gylfi sé leikmaður sem Swansea vill semja við. Ef það breytist eitthvað þá munum við að skoða okkar möguleika," sagði Rodgers við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×