Birgir Leifur: Væri fín afmælisgjöf að komast á Ólympíuleikana 14. júní 2012 16:00 „Þetta skiptir alltaf miklu máli að fá fjármagn inn í þetta til þess að láta draumin rætast," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag þegar greint var frá stofnun afrekssjóðsins Forskot. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. „Í fyrsta sinn á mínum ferli er það orðið möguleiki fyrir mig að keppa á Ólympíuleikum, eftir fjögur ár þá verð ég fertugur og það væri ágætis afmælisgjöf," sagði Birgir Leifur en keppt verður í golfi á sumarleikunum í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt er í golfi. Birgir er í hópi fimm íslenskra kylfinga sem fá styrk úr afrekssjóðnum Forskoti. „Þessi styrkur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir mig, sem og aðra í afreksíþróttum. Ég stefni á að taka nokkur skref upp stigann," sagði Birgir Leifur m.a. í dag við Vísi. Golf Tengdar fréttir Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. 14. júní 2012 15:15 15 milljónir til íslenskra afrekskylfinga Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskot á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í dag. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. 14. júní 2012 14:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta skiptir alltaf miklu máli að fá fjármagn inn í þetta til þess að láta draumin rætast," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag þegar greint var frá stofnun afrekssjóðsins Forskot. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. „Í fyrsta sinn á mínum ferli er það orðið möguleiki fyrir mig að keppa á Ólympíuleikum, eftir fjögur ár þá verð ég fertugur og það væri ágætis afmælisgjöf," sagði Birgir Leifur en keppt verður í golfi á sumarleikunum í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt er í golfi. Birgir er í hópi fimm íslenskra kylfinga sem fá styrk úr afrekssjóðnum Forskoti. „Þessi styrkur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir mig, sem og aðra í afreksíþróttum. Ég stefni á að taka nokkur skref upp stigann," sagði Birgir Leifur m.a. í dag við Vísi.
Golf Tengdar fréttir Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. 14. júní 2012 15:15 15 milljónir til íslenskra afrekskylfinga Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskot á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í dag. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. 14. júní 2012 14:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. 14. júní 2012 15:15
15 milljónir til íslenskra afrekskylfinga Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskot á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í dag. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. 14. júní 2012 14:00