Pabbi Gylfa í viðtali: Gylfi gat ekkert skotið á markið í allan vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2012 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Sigurður Aðalsteinsson faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar var í spjalli i þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun, þar sem hann fór yfir ferilinn hjá stráknum. Mörg stór félög eru á eftir íslenska landsliðsmanninum en Sigurður segir að ekkert skýrist í hans málum fyrr en um mánaðarmótin. Gylfi var orðaður við Tottenham í þýskum fjölmiðlum í gærkvöldi. „Hann er duglegur og hefur alltaf stefnt að því að verða atvinnuknattspyrnumaður frá því að hann var lítill gutti," sagði Sigurður Aðalsteinsson aðspurður um hverju hann þakki árangrinum hjá Gylfa. Sigurður fór síðan aðeins yfir feril stráksins. „Hann fór snemma til Reading tæplega 16 ára gamall og var þar í fimm ár. Hann fór í gegnum unglingastarfið þar og komst síðan upp í aðalliðið tæplega tvítugur. Það gekk svona sæmilega og hann spilaði þar í aðalliðinu í eitt tímabil en svo lá leiðin til Þýskalands," rifjar Sigurður upp.Vildi halda tryggð við Reading „Hann stóð sig mjög vel fyrsta ári í aðalliði Reading og var boðinn nýr samningur eftir fyrsta árið. Þá voru reyndar úrvalsdeildarlið byrjuð að bera víurnar í hann en hann ákvað að halda tryggð við Reading og skrifa undir nýjan samning. Hann var síðan seldur til Þýskalands tveimur mánuðum seinna," segir Sigurður. „Það var létt mál að samþykkja það að hann færi út. Hann eins og aðrir ungir drengir höfðu áhuga á því að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þarna var draumur að rætast. Það er samt ekki nóg að komast út því það er ekki búið þá því þá byrja aðalvinnan," sagði Sigurður þegar hann var spurður hvort að það var ekki erfitt að leyfa Gylfa að fara svona ungum út. „Það eru skiptar skoðanir á Íslandi hvað eigi að gera með svona unga drengi. Sumir eru á því að þeir eigi ekki að fara svona snemma út og eigi þess í stað að öðlast reynslu í íslenskri knattspyrnu. Svo eru aðrir sem vilja að þeir fari snemma út og ég var þeirrar skoðunar. Ég taldi það best að hann færi sem fyrst og fengi að æfa við bestu aðstæður," bætti Sigurður við.Hjónin fóru bæði út með Gylfa „Þess vegna ákváðum við hjónin að fara út með honum og við héldum honum heimili. Hann bjó því bara heima hjá sér og það skipti gríðarlega miklu máli.Það var engin heimþrá eða neitt slíkt því hann mætti alltaf heim til mömmu að borða," segir Sigurður. „Hann var fljótur að læra enskuna því hann byrjaði að læra hana tólf ára því hann ætlaði alltaf til Englands. Hann fór í málaskóla og hann talar enskuna það vel að menn geta sagt frá hvaða héraði hann hefur búið í. Hann er með hreiminn frá Berkshire," sagði Sigurður um enskukunnáttu stráksins.Ekki áhugasamur um að fara til Þýskalands „Gylfi var ekkert sérstaklega áhugasamur um að fara til Þýskalands en það voru þessar aðstæður í Reading á þessum tíma. Klúbburinn var í fjárhagserfiðleikum og eigandanum vantaði pening til þess að reka klúbbinn. Þeir fengu gott tilboð í Gylfa og þess vegna fórum við. Gylfi ætlaði aldrei að fara strax frá Reading. Hann hefði ekki skrifað undir nýjan samning við Reading nema af því að hann var ánægður þar," segir Sigurður en Hoffenheim var ekki eina liðið á eftir Gylfa á þessum tíma. „Það voru lið í ensku úrvalsdeildinni sem höfðu áhuga á honum. Ég get nefnt Wolves til dæmis því Mick McCarthy hafði mikinn áhuga fyrir honum. Það var til dæmis WBA og ég held að Roberto Di Matteo hafi verið þar. Hann hafði áhuga veit ég. Það voru líka fleiri klúbbar," sagði Sigurður. „Reading var ákveðið í því að láta Gylfa aldrei fara nema til fimm eða sex bestu klúbbanna. Þeir vildu ekki láta hann fara í lið sem myndi verða í einhverju ströggli," sagði Sigurður.Vildi fara eftir fyrsta tímabilið í Þýskalandi „Það gekk hægt og rólega hjá honum að komast inn í samfélagið í Þýskalandi og hann var farinn að tala þýskuna ágætlega. Hann vildi fara eftir fyrsta tímabilið en var talaður til af eigendunum og beðinn um að vera áfram. Það var síðan alltaf verið að skipta um þjálfara," segir Sigurður. „Gylfi var meiddur nánast allt síðasta tímabil og hann spilaði fyrstu mánuðina hjá Swansea ekki nema 80 til 90 prósent. Hann var ekki orðinn fullkomlega góður af þessum meiðslum fyrr en í vor. Hann gat ekkert skotið á markið í allan vetur því þetta voru allt innanfótarskot. Hann er orðinn góður núna," sagði Sigurður og Heimir Karlsson togaði upp úr honum að Gylfi yrði ekki áfram í Þýskalandi. „Hann verður í Englandi," sagði Sigurður en Heimir spurði hann síðan út í hvað Gylfi er að gera þegar hann er ekki í fótbolta.Hefur áhuga á golfi og að veiða „Hann hefur áhuga á mörgu utan fótboltans. Hann hefur áhuga á golfi og á því að veiða silung og lax. Hann spilar tennis og er bara venjulegur íslenskur strákur," segir Sigurður og hvað með ástarmálin: „Hann á kærustu." Sigurður segir mikinn mun á æfingum í Englandi og í Þýskalandi. „Þetta er vinna. Ástæðan fyrir því að Gylfa líkar vel hjá Brendan Rodgers er að honum líkar vel í vinnunni hjá honum. Hann er með skemmtilegar æfingar og er góður þjálfari. Það er greinilega mikill munur á því hvernig Þjóðverjar æfa og hvernig Englendingar æfa. Þjóðverjar eru lengur að," sagði Sigurður og útskýrði þetta nánar.Frí eftir hádegi í Englandi „Bretarnir mæta klukkan níu á morgnanna, fá sér morgunmat og svo stendur æfingin fram að hádegi. Eftir það eiga þeir frí og geta farið að lyfta eða að gera hvað sem er. Í Þýskalandi kom Gylfi aldrei heim fyrr en klukkan sex á kvöldin. Hann fór snemma á morgnanna, það voru tvær æfingar á dag og þeir voru látnir leggja sig í hádeginu. Þetta var allt öðruvísi og honum líkaði ekki við þetta. Hann var vanur þessu í Englandi og skilur málið líka miklu betur," sagði Sigurður. „Þetta er vinna en þetta er skemmtileg vinna," sagði Sigurður en hann var síðan spurður út í hvað hann sjálfur hafi lært á þessu ævintýri stráksins. „Ég hef lært heilmikið og þetta er miklu meiri atvinnugrein en ég gerði mér grein fyrir þegar við fórum út í þetta. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta er stórt og mikið og hvað margir eru í vinnu við þetta. Þegar Gylfi fór frá Reading þá voru fjárhagserfiðleikar í klúbbnum og það stóð til að fara segja upp fólki því þetta voru svo margir sem störfuðu hjá félaginu. Sem betur fer er Reading komið á rétta braut núna en maður hefur alltaf taugar þangað og ég þekki þetta starfsfólk mjög vel," sagði Sigurður.Er með enskan umboðsmann „Við tókum snemma ákvörðun um að vera með enskan umboðsmann og höfum haldið honum síðan. Maður er með puttana í þessu og hjálpa til," sagði Sigurður og Heimir spurði hann síðan út í það hvenær það ræðst hvar Gylfi spilar á næsta tímabili. „Ég reikna með því að það verði strax eftir helgi eða um mánaðarmótin. Gylfi er á láni hjá Swansea til 1. júlí og þarf ekkert að mæta æfingar hjá Hoffenheim því hann er í vinnu hjá Swansea fram að mánaðarmótum. Hann hefur ekki fengið neitt leyfi hjá Hoffenheim til að gera eitt eða neitt," sagði Sigurður að lokum en það má hlusta á viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Sigurður Aðalsteinsson faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar var í spjalli i þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun, þar sem hann fór yfir ferilinn hjá stráknum. Mörg stór félög eru á eftir íslenska landsliðsmanninum en Sigurður segir að ekkert skýrist í hans málum fyrr en um mánaðarmótin. Gylfi var orðaður við Tottenham í þýskum fjölmiðlum í gærkvöldi. „Hann er duglegur og hefur alltaf stefnt að því að verða atvinnuknattspyrnumaður frá því að hann var lítill gutti," sagði Sigurður Aðalsteinsson aðspurður um hverju hann þakki árangrinum hjá Gylfa. Sigurður fór síðan aðeins yfir feril stráksins. „Hann fór snemma til Reading tæplega 16 ára gamall og var þar í fimm ár. Hann fór í gegnum unglingastarfið þar og komst síðan upp í aðalliðið tæplega tvítugur. Það gekk svona sæmilega og hann spilaði þar í aðalliðinu í eitt tímabil en svo lá leiðin til Þýskalands," rifjar Sigurður upp.Vildi halda tryggð við Reading „Hann stóð sig mjög vel fyrsta ári í aðalliði Reading og var boðinn nýr samningur eftir fyrsta árið. Þá voru reyndar úrvalsdeildarlið byrjuð að bera víurnar í hann en hann ákvað að halda tryggð við Reading og skrifa undir nýjan samning. Hann var síðan seldur til Þýskalands tveimur mánuðum seinna," segir Sigurður. „Það var létt mál að samþykkja það að hann færi út. Hann eins og aðrir ungir drengir höfðu áhuga á því að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þarna var draumur að rætast. Það er samt ekki nóg að komast út því það er ekki búið þá því þá byrja aðalvinnan," sagði Sigurður þegar hann var spurður hvort að það var ekki erfitt að leyfa Gylfa að fara svona ungum út. „Það eru skiptar skoðanir á Íslandi hvað eigi að gera með svona unga drengi. Sumir eru á því að þeir eigi ekki að fara svona snemma út og eigi þess í stað að öðlast reynslu í íslenskri knattspyrnu. Svo eru aðrir sem vilja að þeir fari snemma út og ég var þeirrar skoðunar. Ég taldi það best að hann færi sem fyrst og fengi að æfa við bestu aðstæður," bætti Sigurður við.Hjónin fóru bæði út með Gylfa „Þess vegna ákváðum við hjónin að fara út með honum og við héldum honum heimili. Hann bjó því bara heima hjá sér og það skipti gríðarlega miklu máli.Það var engin heimþrá eða neitt slíkt því hann mætti alltaf heim til mömmu að borða," segir Sigurður. „Hann var fljótur að læra enskuna því hann byrjaði að læra hana tólf ára því hann ætlaði alltaf til Englands. Hann fór í málaskóla og hann talar enskuna það vel að menn geta sagt frá hvaða héraði hann hefur búið í. Hann er með hreiminn frá Berkshire," sagði Sigurður um enskukunnáttu stráksins.Ekki áhugasamur um að fara til Þýskalands „Gylfi var ekkert sérstaklega áhugasamur um að fara til Þýskalands en það voru þessar aðstæður í Reading á þessum tíma. Klúbburinn var í fjárhagserfiðleikum og eigandanum vantaði pening til þess að reka klúbbinn. Þeir fengu gott tilboð í Gylfa og þess vegna fórum við. Gylfi ætlaði aldrei að fara strax frá Reading. Hann hefði ekki skrifað undir nýjan samning við Reading nema af því að hann var ánægður þar," segir Sigurður en Hoffenheim var ekki eina liðið á eftir Gylfa á þessum tíma. „Það voru lið í ensku úrvalsdeildinni sem höfðu áhuga á honum. Ég get nefnt Wolves til dæmis því Mick McCarthy hafði mikinn áhuga fyrir honum. Það var til dæmis WBA og ég held að Roberto Di Matteo hafi verið þar. Hann hafði áhuga veit ég. Það voru líka fleiri klúbbar," sagði Sigurður. „Reading var ákveðið í því að láta Gylfa aldrei fara nema til fimm eða sex bestu klúbbanna. Þeir vildu ekki láta hann fara í lið sem myndi verða í einhverju ströggli," sagði Sigurður.Vildi fara eftir fyrsta tímabilið í Þýskalandi „Það gekk hægt og rólega hjá honum að komast inn í samfélagið í Þýskalandi og hann var farinn að tala þýskuna ágætlega. Hann vildi fara eftir fyrsta tímabilið en var talaður til af eigendunum og beðinn um að vera áfram. Það var síðan alltaf verið að skipta um þjálfara," segir Sigurður. „Gylfi var meiddur nánast allt síðasta tímabil og hann spilaði fyrstu mánuðina hjá Swansea ekki nema 80 til 90 prósent. Hann var ekki orðinn fullkomlega góður af þessum meiðslum fyrr en í vor. Hann gat ekkert skotið á markið í allan vetur því þetta voru allt innanfótarskot. Hann er orðinn góður núna," sagði Sigurður og Heimir Karlsson togaði upp úr honum að Gylfi yrði ekki áfram í Þýskalandi. „Hann verður í Englandi," sagði Sigurður en Heimir spurði hann síðan út í hvað Gylfi er að gera þegar hann er ekki í fótbolta.Hefur áhuga á golfi og að veiða „Hann hefur áhuga á mörgu utan fótboltans. Hann hefur áhuga á golfi og á því að veiða silung og lax. Hann spilar tennis og er bara venjulegur íslenskur strákur," segir Sigurður og hvað með ástarmálin: „Hann á kærustu." Sigurður segir mikinn mun á æfingum í Englandi og í Þýskalandi. „Þetta er vinna. Ástæðan fyrir því að Gylfa líkar vel hjá Brendan Rodgers er að honum líkar vel í vinnunni hjá honum. Hann er með skemmtilegar æfingar og er góður þjálfari. Það er greinilega mikill munur á því hvernig Þjóðverjar æfa og hvernig Englendingar æfa. Þjóðverjar eru lengur að," sagði Sigurður og útskýrði þetta nánar.Frí eftir hádegi í Englandi „Bretarnir mæta klukkan níu á morgnanna, fá sér morgunmat og svo stendur æfingin fram að hádegi. Eftir það eiga þeir frí og geta farið að lyfta eða að gera hvað sem er. Í Þýskalandi kom Gylfi aldrei heim fyrr en klukkan sex á kvöldin. Hann fór snemma á morgnanna, það voru tvær æfingar á dag og þeir voru látnir leggja sig í hádeginu. Þetta var allt öðruvísi og honum líkaði ekki við þetta. Hann var vanur þessu í Englandi og skilur málið líka miklu betur," sagði Sigurður. „Þetta er vinna en þetta er skemmtileg vinna," sagði Sigurður en hann var síðan spurður út í hvað hann sjálfur hafi lært á þessu ævintýri stráksins. „Ég hef lært heilmikið og þetta er miklu meiri atvinnugrein en ég gerði mér grein fyrir þegar við fórum út í þetta. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta er stórt og mikið og hvað margir eru í vinnu við þetta. Þegar Gylfi fór frá Reading þá voru fjárhagserfiðleikar í klúbbnum og það stóð til að fara segja upp fólki því þetta voru svo margir sem störfuðu hjá félaginu. Sem betur fer er Reading komið á rétta braut núna en maður hefur alltaf taugar þangað og ég þekki þetta starfsfólk mjög vel," sagði Sigurður.Er með enskan umboðsmann „Við tókum snemma ákvörðun um að vera með enskan umboðsmann og höfum haldið honum síðan. Maður er með puttana í þessu og hjálpa til," sagði Sigurður og Heimir spurði hann síðan út í það hvenær það ræðst hvar Gylfi spilar á næsta tímabili. „Ég reikna með því að það verði strax eftir helgi eða um mánaðarmótin. Gylfi er á láni hjá Swansea til 1. júlí og þarf ekkert að mæta æfingar hjá Hoffenheim því hann er í vinnu hjá Swansea fram að mánaðarmótum. Hann hefur ekki fengið neitt leyfi hjá Hoffenheim til að gera eitt eða neitt," sagði Sigurður að lokum en það má hlusta á viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira