Fótbolti

Uppnám hjá Ahletic Bilbao eftir uppsögn Bielsa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Athletic Bilbao í spænsku knattspyrnunni, hefur sagt starfi sínu lausu ef marka má frétt vefsins Goal.com.

Bielsa gagnrýndi opinberlega byggingarverktaka sem sér um byggingu nýs æfingasvæðis félagsins. Taldi Bielsa verkið langt á eftir áætlun og að um svik væri að ræða.

Félagið tók ekki undir gagnrýni Bielsa og sagði verkið á réttan veg komið. Sú ákvörðun félagsins að standa við bakið á verktakanum í stað Bielsa virðist hafa haft þær afleiðingar að kappinn sagði starfi sínu lausu.

Bielsa tók við Athletic fyrir síðustu leiktíð og náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímbili. Liðið fór í úrslit í Konungsbikarnum og Evrópudeildinni en mátti sætta sig við silfur í báðum keppnum.

Argentínumaðurinn 56 ára framlengdi samning sinn við félagið til 2013 í síðasta mánuði eftir að hafa verið orðaður við fjölmörg stórlið í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×