Erlent

Katie Holmes hrædd um framtíð Suri

Katie Holmes var hrædd um að Tom Cruise myndi senda dóttur þeirra Suri í öfgasamtök Vísindakirkjunnar.

Talið er að riflildi hjónanna um framtíð dóttur þeirra, Suri, hafi verið síðasta hálmstráið í ákvörðunartöku Katie að sækja um skilnað.

Talið er að hún hafi verið hrædd um að Tom Cruise myndi senda hana í öfgasamtök Vísindakirkjunnar sem heita Sea Organization. Það geta börn allt niður í 4 ára aldur búið án foreldra sinna og lært allt um vísindi kirkjunnar.

Samkvæmt síðunni TMZ hafði parið rifist um þátttöku Suri í Vísindakirkjunni og Katie hrædd um hvernig trúarbrögðin myndu hafa áhrif á framtíð hennar.

Sea Organization hafa sætt mikilli gagnrýni og verið líkt saman við hernaðarbúðir.

Síðan Holmes sótti um skilnaðinn á föstudaginn hefur hún dvalið í íbúð þeirra á Manhattan og talið er að fulltrúar Vísindakrikjunnar hafi dvalið fyrir utan íbúð hennar og fylgst með hverju skrefi leikkonunnar.

Gary Soter, lögmaður Vísindakirkjunnar segir þó engan sannleika í þeim ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×