Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur BBI skrifar 2. júlí 2012 10:26 Sæstrengur lagður. Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur. Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur.
Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08