Erlent

Nieto náði kjöri sem forseti Mexíkó

Fyrstu tölur benda til þess að Enrique Pena Nieto hafi sigraði í forsetakosningunum í Mexíkó sem haldnar voru um helgina.

Þar með kemst hinn gamli valdaflokkur PRI aftur til valda í landinu. PRI stjórnaði Mexíkó í um 70 ár áður en hann missti völdin um síðustu aldamót.

Samkvæmt fyrstu tölum er Nieto með um 10% forskot á næsta keppinaut sinn. Efnahagsmálin voru í brennidepli hjá Nieto en hann lofaði ýmsum úrbótum á þeim kæmist hann til valda.

Um 80 milljónir manna voru á kjörskrá í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×