Innlent

Segir Ólaf Ragnar hafa fengið gula spjaldið

Þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið gula spjaldið í kosningunum núna. Þannig reiknar hún út fylgi Ólafs Ragnars miðað við þá sem eru á kjörskrá, en þannig má reikna út að hann hafi fengið rúmlega 35 prósent atkvæða.

Kosningaþátttakan var dræm, en aðeins 69 prósent þjóðarinnar sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað.

Ólína skrifar á bloggsvæði sitt: „Það er af og frá að þetta sé „sannfærandi kosning" þó að niðurstaðan sé vitaskuld ótvíræð."

Hún endar svo pistilinn á því að segja: „Einhver gæti sagt að þetta væri gula spjaldið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×