Alonso hefur aldrei verið í betra formi Birgir Þór Harðarson skrifar 26. júlí 2012 14:36 Alonso hefur aldrei verið í betra formi og nýtur lífsins á toppi töflunnar. nordicphotos/afp Það er Fernando Alonso sem hefur stolið senunni í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið þrjá kappakstra á tímabilinu og leiðir heimsmeistarakeppnina með 34 stigum. Mark Webber er honum næstur með 120 stig og Sebastian Vettel þriðji með 110. En það bjuggust fáir við því að Alonso á Ferrari bílnum yrði efstur þegar tímabilið er hálfnað. Það þótti í raun fjarstæðukennt í upphafi tímabils því tæknistjóri liðsins lýsti því sjálfur yfir að bíllinn væri handónýtur. Gríðarlega hörð barátta um efstu sætin hefur hins vegar skilað Alonso langt. Vélvirki Alonso sagði við Autosport vefsíðuna á dögunum að kappinn hefði aldrei verið í betra formi. „Það mætti telja þá ökumenn á fingrum annarrar handar sem hafa haft jafn mikla eða meiri hæfileika í sögu Formúlu 1," sagði Andrea Stella. Það verður því að teljast líklegt að Alonso sigri kappaksturinn í Ungverjalandi um helgina enda hefur hann spilað hverju trompinu á fætur öðru á hárréttum augnablikum. Því má hins vegar ekki gleyma að McLaren hefur verið mjög sterkt á brautinni í Ungverjalandi og Lotus-bíllinn gæti vel náð góðum árangri þar. Hungaroring-brautin í Ungverjalandi hýsir elleftu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1 um helgina. Brautin ef hæg, snúin og lítill tími fyrir ökumenn til að anda milli beygja. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að líkja henni við brautina í Mónakó án vegriðanna. Fyrsta beygja brautarinnar er kröpp U-beygja eftir lengsta beina kafla brautarinnar. Þá taka við tvær snúnar beygjur þett við hvor aðra. Miðkafli brautarinnar er örugglega sá snúnasti og getur sent bílana snögglega í vegriðið ef ökumenn eru ekki með hugann við efnið. Beygi ökumaður sekúndubroti of seint inn í beygju riðlast allar hinar og hringurinn er ónýtur.Brautin í Ungverjalandigraphic newsDRS svæði: Á ráskaflanum. Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og miðlungs (prime) Efstu þrír árið 2011: 1. Jenson Button - McLaren 2. Sebastian Vettel – Red Bull 3. Fernando Alonso – Ferrari Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fimmtudagur: 8:00 Æfing 1 13:00 Æfing 2Laugardagur: 8:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Ungverski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir 10 umferðir Ökumenn 1. Fernando Alonso - 154 stig 2. Mark Webber - 130 3. Sebastian Vettel - 110 4. Kimi Raikkönen - 98 5. Lewis Hamilton - 92 6. Nico Rosbert - 76 7. Jenson Button - 68 8. Romain Grosjean - 61 9. Sergio Perez - 47 10. Kamui Kobayashi - 33Bílasmiðir 1. Red Bull - 230 stig 2. Ferrari - 177 3. McLaren - 160 4. Lotus - 159 5. Mercedes - 105 Formúla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það er Fernando Alonso sem hefur stolið senunni í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið þrjá kappakstra á tímabilinu og leiðir heimsmeistarakeppnina með 34 stigum. Mark Webber er honum næstur með 120 stig og Sebastian Vettel þriðji með 110. En það bjuggust fáir við því að Alonso á Ferrari bílnum yrði efstur þegar tímabilið er hálfnað. Það þótti í raun fjarstæðukennt í upphafi tímabils því tæknistjóri liðsins lýsti því sjálfur yfir að bíllinn væri handónýtur. Gríðarlega hörð barátta um efstu sætin hefur hins vegar skilað Alonso langt. Vélvirki Alonso sagði við Autosport vefsíðuna á dögunum að kappinn hefði aldrei verið í betra formi. „Það mætti telja þá ökumenn á fingrum annarrar handar sem hafa haft jafn mikla eða meiri hæfileika í sögu Formúlu 1," sagði Andrea Stella. Það verður því að teljast líklegt að Alonso sigri kappaksturinn í Ungverjalandi um helgina enda hefur hann spilað hverju trompinu á fætur öðru á hárréttum augnablikum. Því má hins vegar ekki gleyma að McLaren hefur verið mjög sterkt á brautinni í Ungverjalandi og Lotus-bíllinn gæti vel náð góðum árangri þar. Hungaroring-brautin í Ungverjalandi hýsir elleftu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1 um helgina. Brautin ef hæg, snúin og lítill tími fyrir ökumenn til að anda milli beygja. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að líkja henni við brautina í Mónakó án vegriðanna. Fyrsta beygja brautarinnar er kröpp U-beygja eftir lengsta beina kafla brautarinnar. Þá taka við tvær snúnar beygjur þett við hvor aðra. Miðkafli brautarinnar er örugglega sá snúnasti og getur sent bílana snögglega í vegriðið ef ökumenn eru ekki með hugann við efnið. Beygi ökumaður sekúndubroti of seint inn í beygju riðlast allar hinar og hringurinn er ónýtur.Brautin í Ungverjalandigraphic newsDRS svæði: Á ráskaflanum. Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og miðlungs (prime) Efstu þrír árið 2011: 1. Jenson Button - McLaren 2. Sebastian Vettel – Red Bull 3. Fernando Alonso – Ferrari Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fimmtudagur: 8:00 Æfing 1 13:00 Æfing 2Laugardagur: 8:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Ungverski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir 10 umferðir Ökumenn 1. Fernando Alonso - 154 stig 2. Mark Webber - 130 3. Sebastian Vettel - 110 4. Kimi Raikkönen - 98 5. Lewis Hamilton - 92 6. Nico Rosbert - 76 7. Jenson Button - 68 8. Romain Grosjean - 61 9. Sergio Perez - 47 10. Kamui Kobayashi - 33Bílasmiðir 1. Red Bull - 230 stig 2. Ferrari - 177 3. McLaren - 160 4. Lotus - 159 5. Mercedes - 105
Formúla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira